
Ásdís Egilsdóttir prófessor í íslenskum bókmenntum lætur af störfum næstu mánaðarmót en hún hóf störf við íslensku- og menningardeild fyrir aldarfjórðungi. Laugardaginn 22. október 2016 verður haldið málþing í léttum dúr henni til heiðurs í Odda, stofu 101.
Málþingið hefst stundvíslega kl. 13. Erindi flytja Aðalheiður Guðmundsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Sif Ríkharðsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir, Ármann Jakobsson, Gunnvör S. Karlsdóttir, Haki Antonsson, Haraldur Hreinsson og Marteinn Helgi Sigurðsson en allir fyrirlesarar hafa í lengri eða skemmri tíma verið nemendur Ásdísar hér við Háskóla Íslands.
Torfi Tulinius stýrir málþinginu. Viðburðurinn nýtur stuðnings Bókmennta- og listfræðastofnunar.
Kaffihlé verður eftir fimm erindi. Léttar veitingar í boði. Þinginu lýkur nálægt kl. 17.
Allir velkomnir.