Hvenær hefst þessi viðburður:
17. október 2016 - 12:00 til 13:15
Staðsetning viðburðar:

Stúdentaráð Háskóla Íslands, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík og Félag Stúdenta við Háskólann á Akureyri standa fyrir opnum fundi um undirfjármögnun háskólanna mánudaginn 17. október á Háskólatorgi. Fundurinn verður frá 12:00-13:15 og verður honum einnig streymt á netinu. Rútur verða á milli HR og Háskólatorgs, frá HR 11:40 og frá Háskólatorgi 13:20. Einnig verður rúta á milli Stakkahlíðar og Háskólatorgs, frá Stakkahlíð kl 11:40 og til baka kl 13:30.
Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum króna að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum.
Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið.
Viðvarandi undirfjármögnun háskólanna dregur úr framþróun í samfélaginu og samkeppnishæfni landsins. Enn fremur er ljóst að ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskólakerfisins þarf á endanum að fækka nemendum og draga úr fjölbreytileika í námsframboði.
Frambjóðendur úr öllum flokkum sem myndu ná þingmanni inn samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum ræða málin.
Í pallborði munu sitja:
Björt Framtíð - Eva Einarsdóttir, 2. sæti í Reykjavík Suður
Framsókn - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, 1. sæti í Reykjavík Suður
Píratar - Björn Leví Gunnarsson, 2. sæti í Reykjavík Norður
Samfylking - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 1. sæti í Reykjavík Norður
Sjálfstæðisflokkur - Bjarni Benediktsson, 1. sæti í Suðvestur
Viðreisn - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 1. sæti í Suðvestur
Vinstri græn - Svandís Svavarsdóttir, 1. sæti í Reykjavík Suður
Tekið verður við spurningum úr sal að loknum stuttum erindum fulltrúa stjórnmálaflokkanna en einnig verður hægt að senda spurningar í gegnum Twitter undir #háskólaríhættu
Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og meðlimur í Háskólaráði Háskóla Íslands