
Málstofa Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík
12 nóvember 2014 kl. 15 – 17. Háskólanum í Reykjavík
Mælingar á mengun úr lofti
HOLUHRAUNSGOSIÐ, FLUGMÆLINGAR OG MENGUNARLÍKAN
Gosið í Holuhrauni er mesta brennisteinsgos á Íslandi á eftir Skaptáreldum. Með þá sem fyrirmynd er hægt að spá fyrir um lengd gossins. Magn brennisteins og ösku í stróknum hefur verið mælt úr lofti i 10 flugferðum með mælitæki frá háskólum í Düsseldorf, Heidelberg og Cambridge. Niðurstöður sýna gosmagn brennisteins og ösku og dreifingu þessara gosefna um landið. Líkan af þeirri dreifingu verður kynnt og samsvörun þess við mælingar.
Fyrir mælingunum stendur samvinnuhópurum flugmælingar sem hefur starfað í Evrópu, Japan og víðar. Samanburður á mælingum úr lofti, líkanniðurstöðum og mælingum á jörðu niðri gefur yfirvöldum mun betri möguleika á að koma réttum skilaboðum til almennings um mengunarástandið.
Fundarstjóri, Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor H.Í.
Framsöguerindi, 15 mínútur með fyrirspurnum.
Jónas Elíasson Yfirlit um rannsóknina og úrvinnslur
Gylfi Árnason Mælitækni og sýnishorn af niðurstöðum
Ólafur Rögnvaldsson Dreifilíkan fyrir mengun
Kaffihlé 15 mínútur
Þorgeir Pálsson Eldgos og farþegaflug
Spurningar og umræður
Fundarslit kl. 17:15