Hvenær hefst þessi viðburður:
12. nóvember 2014 - 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 229

Miðvikudaginn 12. nóvember verður haldið málþing á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Yfirskrift málþingsins er: Hvað er í deiglunni? Rannsóknir í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.
Á málþinginu munu kennarar við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild halda erindi sem byggja á rannsóknum þeirra. Málþingið verður haldið í stofu 229 í Aðalbyggingu HÍ. Það hefst kl. 13 og er öllum opið.
Dagskrá:
- Arnfríður Guðmundsdóttir: Steinunn Jóhannesdóttir Hays: Prestur, læknir og kristniboði
- Gunnlaugur A. Jónsson: Sem hjörturinn, þá hann þyrstur er. Slm 42-43 í ljósi áhrifasögunnar
- Hjalti Hugason: Presturinn í íslenskum nútímabókmenntum
- Rúnar M. Þorsteinsson: „En ef þú kallar þig Gyðing“: Samræða Páls við (mögulegan) trúskipting í Rómverjabréfinu 2
- Sigfinnur Þorleifsson: Aðgát í nærveru sorgar
- Sólveig Anna Bóasdóttir: Eitt, tvö, þrjú kyn: Þverfræðilegar hugleiðingar um óljóst kyn og óvenjulega líkama