
Sjálfsmyndir og mótun öryggis: Samskipti Bandaríkjanna við Indland og Kína
Hvaða líkur eru á átökum milli Bandaríkjanna og tveggja fjölmennustu ríkja heims? Lýðræðisríki fara yfirleitt ekki í stríð hvert við annað. Íbúar þeirra hafa mótað með sér sameiginlega lýðræðislega sjálfsmynd, sem gerir það að verkum að erfitt er fyrir stjórnmálaleiðtoga þeirra að skilgreina önnur lýðræðisríki sem utanaðkomandi ógn. Á sama tíma er auðveldara að líta á ólýðræðisleg ríki sem ógn vegna þess að þau deila ekki sömu lýðræðissjálfsmynd.
Dr. Jarrod Hayes mun í þessum fyrirlestri skoða samskipti Bandaríkjanna við Kína og Indland út frá þessari kenningu um lýðræðisfrið, ásamt því að skoða hvaða hlutverki ógn gegnir í alþjóðasamfélaginu, en hann gaf nýverið út bókina Constructing National Security: U.S. Relations with India and China.
Jarrod Hayes er lektor í alþjóðasamskiptum við Georgia Institute of Technology. Hann er með doktorspróf frá the University of Southern California og greinar eftir hann hafa birst í fræðitímaritum á borð við International Organization, International Studies Quarterly, European Journal of International Relations og Global Environmental Politics.
Nánari upplýsingar á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar: www.ams.hi.is.
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.