Hvenær hefst þessi viðburður:
10. október 2014 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
K-204

Nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun kynna námið í máli og myndum. Sýndar verða stuttmyndir og kynntar verða blaðagreinar nemenda um námið. Ágústa Björnsdóttir og Helena Gunnarsdóttir verkefnastjórar diplómanámsins munu einnig fjalla um samvinnu fatlaðra og ófatlaðra háskólanema. Á vegum Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum.
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Jafnréttisdaga sem eru nú haldnir sjötta árið í röð í Háskóla Íslands. Að þessu sinni hefst dagskrá mánudaginn 6. október og lýkur föstudaginn 17. október.