Hvenær hefst þessi viðburður:
12. mars 2014 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 311

Kommusetning er meðal þeirra litlu en þó mikilvægu atriða sem vefjast fyrir mörgum sem eru að semja fræðilegan texta. Ritver Hugvísindasviðs hefur því ákveðið að bjóða upp á örnámskeið þar sem farið er yfir helstu reglur um kommusetningu. Reglurnar verða útskýrðar með fjölbreyttum dæmum og þátttakendur fá að spreyta sig á því að beita reglunum. Námskeiðið er haldið miðvikudaginn 12. mars frá 12.00-13.00 í stofu 311 í Árnagarði.
Umsjónarmaður er Iris Edda Nowenstein, meistaranemi í almennum málvísindum.