Hvenær hefst þessi viðburður:
6. mars 2014 - 12:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Hátíðasalur

Þorvaldur Gylfason, prófessor við Hagfræðideild, flytur fyrirlesturinn „Ísland: Hvernig gat þetta gerzt?“
Fyrirlesturinn reifar hagþróun Íslands eftir hrunið 2008, orsakir hrunsins og afleiðingar.
Hagþróun Íslands er borin saman við hagþróun annars staðar á Norðurlöndum og einnig lauslega við hagþróun í þrem öðrum löndum á útjaðri Evrópu, Grikklandi, Írlandi og Portúgal, auk Færeyja.
Hvorum hópnum stendur Ísland nær fimm árum eftir hrun?
Fyrirlesturinn fjallar einnig um framtíðarhorfur efnahagsumbóta á Íslandi og hugsanlegar afleiðingar hrunsins fyrir félagsauð, mannauð og fjárauð Íslands, helztu undirstöður batnandi lífskjara um landið til langs tíma litið.
Allir velkomnir.