
Háskólar landsins verða á ferðinni um landið vikuna 10.-14. mars og kynna nám sitt og starfsemi fyrir verðandi háskólanemum á fjórum stöðum á landsbyggðinni. Auk þess kynnir Háskóli Íslands námsframboð sitt á fimmta staðnum. Kynningin er liður í samstarfi skólanna um Háskóladaginn.
Fulltrúar Háskóla Íslands svara spurningum áhugasamra um námsframboð, starfsemi skólans og þjónustu. Alls eru um 400 námsleiðir í boði við Háskóla Íslands.
Fyrsta kynningin verður í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði mánudaginn 10. mars kl. 13:00-14:30.
Í framhaldinu fer fram námskynning á eftirtöldum stöðum:
Egilsstaðir: Kynning í Menntaskólanum á Egilsstöðum – 11. mars kl. 11:00-13:30
Akureyri: Kynning í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 12. mars kl. 11:00-13:30
Selfoss: Kynning í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi – 13. mars kl. 12-14.
Ísafjörður: Kynning í Menntaskólanum á Ísafirði - 14. mars kl. 11-13.
Námskynningarnar eru opnar öllum áhugasömum.