Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Kynning á doktorsverkefni: System dynamics applied to evaluate active quality management system in the construction industry

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
13. febrúar 2014 - 15:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 155
Anna Hulda Ólafsdóttir

Anna Hulda Ólafsdóttir mun kynna verkefnisáætlun fyrir doktorsverkefni sitt við verkfræðideild Háskóla Íslands ásamt þeim niðurstöðum sem þegar hafa fengist.

Markmið verkefnisins er að þróa orsakalykkjurit af þeim áhrifum sem gæða- og ferlastjórnunar hefur á mannvirkjagerð og í kjölfarið setja fram kvikt kerfislíkan til að varpa ljósi á þær lykilbreytur gæða- og ferlastjórnunar sem hafa veigamestu fjárhagslegu áhrifin fyrir bæði verkkaupa og verktaka.

Helstu rannsóknarspurningar eru:

  • Hvaða breytur eru nauðsynlegar til að þróa kvikt kerfislíkan af gæðastjórnun í mannvirkjagerð? 
  • Hvernig má skilgreina "virkt" gæðastjórnunarkerfi í mannvirkjagerð?
  • Hvert er gildi þess að nota hóplíkanagerð við þróun orsaka og afleiðingamynda á flóknum vandamálum?

Niðurstöður byggja að mestu á vinnusmiðjum með hagsmunaaðilum.

Leiðbeinendur:
Gunnar Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands
Helgi Þór Ingason, dósent við Háskólann í Reykjavík
Harald Sverdrup, prófessor við Lund University


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012