
Birna Lárusdóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir Landslag og fornleifar. Fyrirlesturinn verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands miðvikudaginn 29. mars og hefst kl. 12:00.
Hugmyndir um landslag eru smám saman að ná fótfestu í lagaumhverfi og stjórnsýslu hér á landi, aðallega í tengslum við náttúruvernd. Landslagshugtakið í þessu samhengi á rætur að rekja til Evrópska landslagssamningsins (ELC) en þar er gert ráð fyrir að landslag sé ekki eingöngu náttúrulegt heldur séu einkenni þess ekki síður tilkomin vegna mannlegra þátta. Nauðsynlegt er að fornleifafræðingar og minjayfirvöld bregðist við þessu. Nýlega gafst tækifæri til að velta vöngum yfir aðferðafræði við mat á gildi landslags, þ.m.t. menningarminja, í Rammaáætlun. Í fyrirlestrinum verður greint frá niðurstöðum þessarar vinnu og hugmyndum sem þar kviknuðu um framhaldið.
Erindið er flutt í fyrirlestraröðinni Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði sem Félag fornleifafræðinga, námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið standa að.