Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Samstaða heimamanna með flóttamönnum – Sögulegt sjónarhorn á viðbrögð Grikkja

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
30. mars 2017 - 12:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 108
Háskóli Íslands

Marianna Fotaki heldur sjötta fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og nefnist hann „Samstaða heimamanna með flóttamönnum – Sögulegt sjónarhorn á viðbrögð Grikkja“.

Marianna Fotaki er prófessor í viðskiptasiðfræði við Viðskiptaháskólann í Warwick (áður Viðskiptaháskólinn í Manchester). Hún er læknir og heilsuhagfræðingur og lauk doktorsprófi í stjórnsýslufræðum frá London School of Economics and Political Science. Áður en hún gekk til liðs við akademíuna starfaði hún sem læknir á Grikklandi, í Kína og á Bretlandi, og sem sjálfboðaliði og verkefnastjóri mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra í Írak og Albaníu. Hún starfaði einnig fyrir Evrópusambandið sem ráðgjafi ríkisstjórna í Rússlandi, Georgíu og Armeníu á breytingatímabili landanna yfir í lýðræði. Rannsóknaráherslur hennar eru m.a. kyn og siðfræði margbreytileikans í stofnanaumhverfi.

Árið 2015 var yfir ein milljón manna á flótta undan stríði og ofsóknum, ásamt fjölda fólks sem var á flótta undan fátækt, og kom yfir landamæri Evrópu og straumurinn mun halda áfram á næstu árum. Þegar óttinn verður hluttekningunni yfirsterkari og Evrópubúar verða fyrir áhrifum orðræðunnar um kynþáttabundna ‚hinun‘ þar sem aðkomufólk er talið vera ógnun við þjóðaröryggi, -sjálfsmynd og velferðarkerfið, er mikilvægt að skilja hvernig hægt er að stuðla að samstöðu til að vinna gegn þessari þróun.

Þegar rýnt er í nauðungarfólksflutning á 20. öld má læra hvernig hægt er að nálgast þær áskoranir sem við blasa í tengslum við flóttafólk í dag. Þrátt fyrir fjölbreytileika aðstæðnanna eru ákveðnir þættir sem flóttafólk á sameiginlega: eignasviptingu er oft mætt af skeytingarleysi og afneitun þeirra sem eru í aðstöðu til að hjálpa en minningar um varnarleysi og aðlögun frammi fyrir andstöðu innfæddra geta hrundið af stað ótta og andúð gagnvart tilvonandi innflytjendum. Fotaki mun í fyrirlestrinum ræða um innleiðingu aðgerða, bæði stofnana og sjálfsprottinna aðgerða heimamanna, sem stuðla að samstöðu á völdum grískum eyjum þar sem margir heimamenn eru sjálfir afkomendur flóttamanna.

Fyrirlesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012