Hvenær hefst þessi viðburður:
25. janúar 2017 - 12:30 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Kapellan
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Clik here to view.

Fyrstu háskólatónleikar ársins 2017 fara fram miðvikudaginn 25. janúar kl. 12.30 en þá flytur hópurinn Umbra verk Kristínar Þóru Haraldsdóttur sem byggt er á Blóðhófni, ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Hópurinn mun líka flytja eldri verk í eigin útsetningum. Tónleikarnir fara fram í Háskólakapellunni í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Umbra var stofnuð haustið 2014 og hefur haldið tónleika víða í höfuðborginni. Hópinn skipa atvinnukonur í tónlist, þær Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur, Arngerður María Árnadóttir, orgel, söngur og keltnesk harpa, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðla og söngur, Kristín Þóra Haraldsdóttir, lágfiðla og söngur, og Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngur og slagverk.
Umbra leitast við að skapa sína sérstöku stemningu á tónleikum, ná til nýrra áhorfenda, kanna ný rými og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu hljóðfæra og söngs. Lögð er áhersla á að leika á upprunahljóðfæri, hvort sem spunnið er á staðnum eða eldri verk leikin.
Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir.