
Nám í líffræði og raunvísindum er með ólíku sniði á vesturlöndum. Bæði er mikið róf í fræðilegum áherslum, en einnig í uppbyggingu og áherslu á vinnu á rannsóknarstofu, í náttúrunni, vísindalega eða verklega þjálfun.
Við Fontys TNW háskólan í Hollandi er boðið upp á nám í hagnýtri líffræði og raunvísindum. Námið er einskonar tækninám, þar sem áhersla er lögð á verklega þjálfun og vinnubrögð frekar en fræðilega umfjöllun eða kennslu.
Tom Christianen umsjónarmaður vísindalegs verknáms við Fontys TNW háskólann mun kynna það í erindi sem kallast: Fontys TNW - Applied science program. Erindið spannar kynningu á skólanum og náttúruvísindadeildinni, sem skiptist í hagnýt vísindi og hagnýta eðlisfræði. Uppbygging námsins verður kynnt, og fyrirkomulag verknáms og mat á verkefnum og þjálfun nemenda.
Þeir sem hafa áhuga á þróun vísindakennslu og verknáms eru hvattir til að mæta.
Dagskrá föstudagsfyrirlestra Líffræðistofu á vormisseri 2017.