Hvenær hefst þessi viðburður:
17. nóvember 2016 - 14:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
101

Á kynningunni verður farið yfir þá spennandi möguleika á skiptinámi og starfsnámi sem standa nemendum til boða.
Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla víða um heim og árlega nýta sér fjölmargir að taka hluta af náminu erlendis og sækja sér þannig sérhæfingu í námi og dýrmæta reynslu.
Dagskrá:
- Kynning frá Skrifstofu alþjóðasamskipta
- Kennari ræðir kosti skiptináms
- Nemandi segir frá reynslu sinni af því að fara í skiptinám
- Starfsmaður úr stjórnsýslu fer yfir praktísk mál
- Umræður og spurningar
Kostir þess að fara í skiptinám:
» fjölbreyttara námsframboð
» skiptinámið er metið inn í námsferil við Háskóla Íslands
» tækifæri til að kynnast menningu annarra landa
» einfaldara og ódýrara en að fara í nám á eigin vegum
» skólagjöld eru felld niður, m.a. við háskóla í Bandaríkjunum og Kanada
» aukin tungumálakunnátta
» dýrmæt reynsla sem nýtist í frekara námi eða á vinnumarkaði