Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Þróun andlits dýra - Evolution of the Animal Face

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
26. febrúar 2016 - 12:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 131
Háskóli Íslands

Arkhat Abzhanov kennari við Imperial College London mun halda föstudagsfyrirlestur líffræðinnar þessa vikuna.

Abzhanov er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á þroskun finka Darwins. Abzhanov kannaði tjáningu gena sem mynda gogg finkanna, en það er einmitt mikill munur á goggum eftir því hvaða fæðu finkutegundirnar á Galapagos borða. Hann sýndi fram á að tjáning nokkura þroskunargena dugar til að breyta lögun goggsins, breyta honum í þykkan og sterkan gogg (góður til að brjóta fræ) eða langan og mjóann (góður til að ná í skordýr). Rannsóknir hans upp á síðkastið hafa spannað þroskun krókódíla og eðla, og samanburð á höfuðkúpum steingervinga og núlifandi tegunda.

Erindið hans kallast þróun andlits dýra, frá grundvallalögmálum til ferla.
(Evolution of the Animal Face: from Principles to Mechanisms)

Ágrip erindis
Fjölbreytileiki dýra er gríðarlegur, en orsakir og rætur hans eru ekki þekktar til fulls. Abzhanov og aðrir þroskunarerfðafræðingar reyna að greina sameindalíffræðilega þætti sem þróunin vinnur með. Mikilvægast er þar hvernig breytileiki í þroskun er hráefni fyrir náttúrulegt val - sem skapar fjölbreytileg form. Rannsóknir Abzhanov og félaga miðast við andlit hryggdýra. Fjölbreytileiki í formi höfða er gríðarlegur, og birtist í lögun, nýjungum og umbyltingum á formi. Mestur breytileikinn byggir á breytingum í lögun og stærð beina og brjóskvefs, sem byggja höfuðkúpu og tannbein. Abzhanov mun í erindi sínu fjalla um rannsóknir á þroskun þessara beina í skriðdýrum, og hvernig það tengist fjölbreytileika þeirra. Rannsóknirnar byggja á blöndu af fjölvíðum svipfarsgreiningum (morphometrics), samanburðar þroskunarfræði og tilraunalíffræði, og spanna allt frá fuglum til spendýra.


Enska útgáfu má sjá vef Líffræðistofu HÍ - Evolution of the Animal Face: from Principles to Mechanisms
Dagskrá föstudagsfyrirlestra vorið 2016.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012