Clik here to view.

Háskóli Íslands býður landsmönnum öllum í heimsókn laugardaginn 5. mars 2016 milli klukkan 12 og 16 þar sem í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna nýsköpun og vísindi í litríku og lifandi ljósi.
400 námsleiðir í boði
Allir geta kynnt sér fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands en yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi eru í boði við skólann. Þá fer einnig fram kynning á margþættri og spennandi starfsemi og þjónustu. Gestir geta skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni.
Á staðnum verða vísindamenn, kennarar og nemendur úr öllum deildum háskólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst.
Öll fræðasvið með kynningu á Háskólasvæðinu
Námskynningar á vegum einstakra fræðasviða Háskóla Íslands verða á eftirtöldum stöðum:
Dagskráin er mjög fjölskrúðug en á meðal þess sem boðið verður upp á er Vísindabíó, dans, lifandi tónlist, Vísindasmiðja, Sprengjugengið, Háskólakórinn, lifandi vísindamiðlun og margt fleira.
Komdu á vettvang vísindanna. Komdu og upplifðu fjör og fræði
Brot af því besta
Félagar úr Sprengjugengi Háskóla Íslands, sem er fyrir löngu orðið landsþekkt, verða með kraftmiklar og litríkar sýningar í sal 1 í Háskólabíói. Sýningarnar verða kl. 13.00 og 14.30 og er gott að koma tímanlega til að tryggja sér sæti.
Háskóladansinn mun enn fremur sýna listir sínar og boðið verður upp á Vísindabíó í salnum á undan og eftir sýningum Háskóladansins og Sprengjugengisins.
Auk þess verður Vísindasmiðjan sívinsæla opin frá 12-16 í Háskólabíói. Þar getur öll fjölskyldan kynnt sér undur vísindanna með lifandi hætti enda er þar fléttað saman leik og ljóma vísindanna.
Balkanbandið RaKi og Húsbandið halda uppi stuðinu í Stúdentakjallaranum.
Í Aðalbyggingu Háskóla Íslands verður mikið um dýrðir. Háskólakórinn brýnir raust sína í anddyrinu en anddyrið er þekkt fyrir að auka á hljómfegurð söngradda. Kínverskur dreki liðast um svæðið og boðið verður upp á japanskt dansatriði. Gestir geta einnig notið þess að horfa á suðræna flamingó sveiflu á göngum Aðalbyggingar sem er einstök upplifun.
Þá verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri með námskynningu á 1. hæð Háskólatorgs og Listaháskóli Íslands verður þar einnig ásamt Keili sem kynnir sína landsþekktu háskólabrú. Tæknifræðinám Keilis verður hins vegar kynnt í Öskju.
Á 2. hæð á Háskólatorgi verða einnig fulltrúar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta, Náms- og starfsráðgjöf og Vísindavefnum. Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands verður á staðnum, Jafnréttisnefnd, Ráð um málefni fatlaðs fólks, Q - félag hinsegin stúdenta og Femínistafélag Háskóla Íslands. Þá veita fulltrúar Félagsstofnunar stúdenta upplýsingar um Stúdentagarða, Leikskóla stúdenta og aðra þjónustu fyrir stúdenta.
Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst verða með námskynningar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð og Listaháskóli Íslands kynnir allar sínar námsleiðir í sínum húsakynnum á Laugarnesvegi.
Boðið er upp á ókeypis strætóferðirá milli skóla.
Fjölbreytt nám á öllum fræðasviðum verður kynnt í opnu húsi.
Hin magnaða Sprengju-Kata stýrir Sprengjugenginu eins og undanfarin ár og boðið verður upp á ný efnabrelluatriði á heimsmælikvarða.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði í opnu húsi Háskóla Íslands.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Frekari upplýsingar um Háskóladaginn eru á heimasíðu dagsins.