Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Traust, stefnumótun og lýðræði á framhaldsskólastiginu á Íslandi frá 1970 fram á nýja öld

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
17. febrúar 2016 - 16:05 til 17:05
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
K-206
""

Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til opinna funda um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími er ætlaður til umræðna. Erindin eru flutt á íslensku nema annað sé tekið fram.

Magnús Ingólfsson, kennari við Borgarholtsskóla flytur fyrirlestur undir yfirskriftinni: Traust, stefnumótun og lýðræði á framhaldsskólastiginu á Íslandi frá 1970 fram á nýja öld.

Hugtökin traust, stefnumótun og lýðræði verða skoðuð út frá nokkrum fræðilegum skilgreiningum og um leið hlutverk þeirra í þróun framhaldsskólans á Íslandi. Byggt er á doktorsritgerð um efnið við Nottingham University frá árinu 2014 sem nefnist "The development of Icelandic secondary school policy: The contribution of school administrators between 1970 and 2004".

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012