
Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til opinna funda um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími er ætlaður til umræðna. Erindin eru flutt á íslensku nema annað sé tekið fram.
Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir, kennari við Hraunvallaskóla flytur fyrirlestur undir yfirskriftinni: Druslustimplun.
Druslustimplun beinist að stúlkum þar sem þeim er gert að skammast sín fyrir sig sem kynveru. Erindið er byggt á viðtölum við stúlkur, sem höfðu lent í slíkri stimplun, og rýnihópaviðtölum við nemendur í framhaldsskóla. Megintilgangurinn var að varpa ljósi á þá tvöfeldni sem stúlkur búa við í dag. Mikil pressa er á stúlkur að vera kynferðislega aðlaðandi en þegar þær gangast undir þessa kröfu eiga þær í mikilli hættu að verða stimplaðar sem druslur.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.