Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Með fróðleik í fararnesti - Sveppasöfnun í Heiðmörk

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
27. ágúst 2016 - 11:00
Nánari staðsetning: 
Bílastæðið við Rauðhóla
Háskóli Íslands
Sveppir eru sælgæti en það er betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Sérfræðingar frá Háskóla Íslands kenna okkur að þekkja matsveppi og sýna aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð um Heiðmörkina laugardaginn 27. ágúst. Hist verður kl. 11 á einkabílum á bílastæðinu við Rauðhóla og þaðan ekið inn í Heiðmörk. Ferðin tekur um tvær klukkustundir
 
Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.
 
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.
 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012