Hvenær hefst þessi viðburður:
25. janúar 2016 - 15:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 138

Björgvin Vilbergsson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Heiti verkefnisins er Flokkun og víxlverkun tæknilegra lausna í fiskeldi með mikinn þéttleika: Meðferðarlausnir í fiskeldi.
Ágrip
Tilgangur þessa verkefnis var að bera kennsl á og kortleggja lausnir fyrir meðferðaraðgerðirnar stjórnun fastra efna, uppleysts súrefnis og koltvísýrings, N (köfnunarefnis) efnasambanda og lífrænna efna. Björnsdóttir (2015) bar kennsl á þessar aðgerðir og lýsti þeim sem nauðsynlegum fyrir fiskeldiskerfi með mikinn þéttleika (e. intensive). Ennfremur var skoðað hvernig lausnirnar höfðu áhrif á mismunandi meðferðaraðgerðir ásamt því að skoða afkastavísa fyrir meðferðaraðgerðina stjórnun uppleysts súrefnis og koltvísýrings. Þessi fræðilega úttekt leiddi af sér flokkun mögulegra lausna fyrir fiskeldiskerfi með mikinn þéttleika ásamt QFD - fylki sem sýnir hvernig þessar lausnir hafa áhrif á mismunandi meðferðaraðgerðir. Niðurstöður þessa verkefnis geta verið gagnlegar fagfólki í fiskeldi með því að veita yfirlit yfir mögulegar lausnir og hvaða aðgerðir þær leysa. Að klára flokkunina og fylkið fyrir aðrar meðferðaraðgerðir er enn óleyst ásamt því að greina nauðsynlega afkastavísa sem gerði mögulegt að greina hagkvæmustu lausnina. Þetta verkefni er eingöngu á upphafsstigum að framsetningu kenningar. Að staðfesta fylkið og halda áfram að kortleggja öll viðeigandi tengsl færir okkur nær því að finna hagkvæmustu lausnirnar fyrir fiskeldiskerfi sem endurnýta vatn.
Leiðbeinendur: Guðmundur V. Oddsson, lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, Kari Attramadal, nýdoktor og Turid Rustad, prófessor, báðar við Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet.
Prófdómari: Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, gestadósent við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands.