
Fyrsti fyrirlestur RIKK á haustmisseri verður fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 17. september kl. 12. Það er búlgarski félagsfræðingurinn Shaban Darakchi sem heldur fyrirlesturinn en hann er með doktorspróf í kynjafræði frá South-Western University - Neofit Rilski í Búlgaríu og starfar sem rannsakandi við búlgörsku vísindaakademíuna.
Athugið að hádegisfyrirlestrar RIKK verða í vetur á fimmtudögum.
Sósíalismi í Austur-Evrópu hefur haft mikil áhrif á stóðu kynjanna og viðhorf til kynhneigðar innan austantjaldssamfélaganna. Í fyrirlestrinum verður skoðað hvernig pólitísk fortíð og mótum kynhlutverka og kynhegðunar á tímum sósíalisma í Búlgaríu, hafði áhrif á breytingar á kynhlutverkum innan Evrópusambandsins og í alþjóðlegu samhengi. Í fyrirlestrinum verður líka fjallað um hið flókna samband á milli stjórnmála, kyns og kynhneigðar og þróun kynjafræði sem fræðigreinar í Búlgaríu og Austur-Evrópu.
Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Viðburðurinn er á Facebook.