Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fyrirlestur: Stef í keltneskri kristni

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
21. september 2015 - 11:40
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 229
Háskóli Íslands

Mánudaginn 21. september n.k. heldur Gunnþór Þ. Ingason fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Stef í keltneskri kristni. Í fyrirlestri sínum mun Gunnþór fjalla um mótun og grunnstef í fornkeltneskri trúarhugsun.

Séra Gunnþór Þ. Ingason útskrifaðist sem cand. teol. úr Guðfræðideild Háskóla Íslands 1974 eftir að hafa jafnframt lokið sérnámi í sálar- og félagsfræðum. Hann lagði stund á kristna dulhyggju  og ,,þriðja heims‘‘ guðfræði 1988 í Prestaháskólanum í Lögumkloster á Jótlandi í Danmörku. Hann lagði fyrir sig keltneska kristni og miðaldalatínu í Háskólanum í Wales, Lampeter, þaðan sem hann útskrifaðist með meistaragráðu 2008. Hann þjónaði sem sóknarprestur í  Þjóðkirkju Íslands í 33 ár, fyrst á Suðureyri og svo í 32 ár í Hafnarfirði. Gunnþór hefur síðustu árin starfað á Biskupsstofu sem prestur á sviði helgihalds og þjóðmenningar.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012