Hvenær hefst þessi viðburður:
28. september 2015 - 15:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 138

Rut Valgeirsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Heiti verkefnisins er Verkþáttaáætlun fyrir sérsmíðaðar vörur hjá Marel.
Ágrip
Í rannsókninni var framleiðsluferli sérsmíðaðra vara há Marel skoðað. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort að hægt væri að stytta afhendingartíma varanna með því að lágmarka þá bið sem myndast í framleiðsluferlinu. Einnig var skoðað hvernig hægt væri að auka yfirsýn framleiðslustjóra yfir framleiðsluna. Niðurstöðurnar sýndu að í framleiðsluferlinu eru til staðar biðir sem hægt er að lágmarka. Það eru því tækifæri til staðar til að stytta afhendingartímann. Til þess að það sé mögulegt þarf að bæta áætlunargerð og yfirsýn fyrirliða og framleiðslustjóra. Til að byrja með þarf flokka sérsmíðuðu vörurnar í staðlaða flokka og skrá þekkingu starfsmanna um framleiðslutíma og undanfaraskorður verkþátta sem vinna þarf við framleiðslu varanna. Þegar því er lokið er hægt að nota þá þekkingu til að setja upp framleiðsluáætlun. Mikilvægt er að framleiðsluáætlunin sé sýnileg og að hún sé uppfærð reglulega. Þannig er hægt að fylgjast með stöðu vara í vinnslu og fá þannig betri yfirsýn yfir framleiðslu sérsmíðaðra vara hjá Marel. Framleiðslustjórarar myndu nota framleiðsluáætlunina til þess að áætla starfsmannaþörf og afhendingardagsetningar verka. Betri áætlunargerð leiðir af sér að auðveldara er að minnka slaka í kerfinu og afhendingartíminn styttist.
Leiðbeinendur: Guðmundur Valur Oddsson Patrick Karl Winrow
Prófdómari: Ari Jónasson