
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra heldur fjóra fyrirlestra í samstarfi við Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK). Þar flytja erindi Páll Sigurðsson, prófessor emeritus og sagnfræðingarnir Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Vilhelm Vilhelmsson og Súsanna Margrét Gestsdóttir.
Dagskrá:
13:30-14:00 Páll Sigurðsson: „Tveir norðlenskir lögskýrendur – Lögbókarskýringar Páls lögmanns Vídalíns og Björns Jónssonar, bónda og fræðimanns á Skarðsá“
14:00-14:30 Nanna Þorbjörg Lárusdóttir: „Góðtemplarastúkurnar og áhrif mótandi orðræðu“
14:30-15:00 Vilhelm Vilhelmsson: „Að halda friðinn. Um sáttanefndir í Húnavatnssýslu og störf þeirra á 19. öld"
15:00-15:30 Kaffihlé og umræður
15:30-16:10 Súsanna Margrét Gestsdóttir segir frá ömmu sinni í tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna: „Það var sól þann dag – um Súsönnu Margréti Gunnarsóttur frá Norðurfirði á Ströndum (1926-2002)"
16:10-16:20 Umræður og dagskrárlok
Allir velkomnir.