Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Lykilmælikvarðar og umhverfisáhrif í íslensku fiskeldi. Flokkun ólíkra fiskeldiskerfa

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
21. september 2015 - 15:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 131
Háskóli Íslands
Ragnhildur Eva Guðmundsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Verkefnið ber heitið Lykilmælikvarðar og umhverfisáhrif í íslensku fiskeldi Flokkun ólíkra fiskeldiskerfa. 
 
Ágrip: 
 
Ýmsar aðferðir eru notaðar til að meta umhverfisleg áhrif vöru. Vistferilsgreiningar hafa þann kost að horft er til heildarlífsferils vöru, þ.e. framleiðslu, flutnings, notkunar og förgunar. Í þessari rannsókn voru gerðar einfaldaðar vistferilsgreiningar fyrir átta íslensk fiskeldisfyrirtæki sem og út frá meðaltalsgögnum frá Noregi. Einföldunin felst í að nota færri frammistöðuvísa en í fullri vistferilsgreiningu, en frammistöðuvísar eru skilgreindir sem notkun auðlinda sem hlutfall af framleiðslueiningu. Notast var við hugbúnað sem nýlega var þróaður til að meta umhverfisleg og félagsleg áhrif vegna matvælaframleiðslu (SENSE, www.senseproject.eu) en með honum geta matvælafyrirtæki á auðveldan hátt sýnt fram á stöðu sína í umhverfismálum. Gagna var aflað frá fyrirtækjum og úr Grænu bókhaldi. Í þeim tilfellum sem gögn vantaði fyrir fiskvinnslu var stuðst við meðaltalstölur. Í samræmi við aðrar rannsóknir reyndist fóður sá frammistöðuvísir sem mest áhrif hefur á umhverfið. Jafnframt var einkennandi fyrir sjókvíaeldi mikil díselnotkun og næringarefnaauðgun í sjó, en landeldi einkenntist af mikilli rafmagnsnotkun, einkum þar sem var borað eftir vatni. Niðurstöður voru nýttar til að bera saman umhverfisleg áhrif ólíkra fiskeldiskerfa á Íslandi og gerð var tillaga að flokkun þeirra en það er fyrsta skref í þá átt að fyrirtæki geti borið sig saman og metið frammistöðu sína (e. benchmarking). Þá var gerð viðhorfskönnun á meðal þeirra sem starfa í sjávarútvegs-og fiskeldisfyrirtækjum og spurt um þætti er lúta að umhverfislegri vitund. Niðurstöður voru bornar saman við svipaða könnun sem send var út árið 2010 (Gyða Mjöll Ingólfsdóttir o.fl.) og sýndu að umhverfisvitund hefur aukist á síðustu fimm árum. Lítil þekking er á vistferilsgreiningu en fyrirtæki virðast hafa þörf fyrir að geta metið umhverfisframmistöðu sína á einfaldan hátt. 
 
Leiðbeinendur: Guðmundur Valur Oddsson & Guðrún Ólafsdóttir 
Prófdómari: Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir 
 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012