Hvenær hefst þessi viðburður:
28. apríl 2015 - 13:00 til 16:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Hringsalur við Hringbraut

Uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala 2015, Vísindi á vordögum, verður þriðjudaginn 28. apríl.
Vísindadagskrá verður í Hringsal við Hringbraut kl. 13:00 til 16:00 og eru allir velkomnir.
Ávörp flytja Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Atli Benediktsson, prófessor og verðandi rektor Háskóla Íslands.
Veitt verða verðlaun úr verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarson í læknisfræði og skyldum greinum.
Ungur vísindamaður ársins verður kynntur og heiðursvísindamaður ársins.
Úthlutað verður styrkjum úr Vísindasjóði Landspítala