Hvenær hefst þessi viðburður:
20. mars 2015 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 102

Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld fyrirlesturinn flytur fyrirlesturinn „Hið mikla djúp, hið litla tár“: Langamma, mamma hennar og íslenska konan“.
Í fyrirlestrinum mun Kristín Svava fjalla um langömmu sína, Bergnýju Katrínu Magnúsdóttur (1892-1980), og langalangömmu, Guðrúnu Bergsdóttur (1867-1956), og bera lífshlaup þessara tveggja skagfirsku kvenna saman við sögu íslenskra kvenna eins og hún er oftast sögð. Hver er íslenska konan og hvernig falla líf, störf og persónur Bergnýjar og Guðrúnar að sögu hennar?
Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Margar myndir ömmu“ sem RIKK heldur í samstarfi við Þjóðminjasafnið og styrkt er af framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Viðburðurinn er öllum opinn og er á Facebook.