Litli mannfræðispegillinn
Uppskeruhátíð náms- og starfsráðgjöf

Kynningar MA nema í náms- og starfsráðgjöf.
Fundarstjóri Guðbjörg Vilhjálmsdóttir.
Ráðstefna um tungumál og menningu á Vestur-Norðurlöndum.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur vekur athygli á alþjóðlegri ráðstefnu um tungumál og menningu á Vestur-Norðurlöndum sem fram fer í Snorrastofu í Reykholti dagana 23.-24. maí nk.
Skráning og nánari upplýsingar á infovigdis@hi.is
Samvinna um rafrænan aðgang að faraldsfræðigögnum

Málþing Faralds- og líftölfræðifélagsins í samstarfi við Málstofu doktorsnema í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
Fundarstjóri er Sigrún Helga Lund lektor í líftölfræði við HÍ.
Dagsrká og frekari upplýsingar á heimasíðu Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum:
www.publichealth.hi.is
Allir velkomnir
Teymisvinna í takt við tímann

GLAC 22 - Alþjóðleg ráðstefna í germönskum málvísindum

Alþjóðleg ráðstefna í germönskum málvísindum, 22nd Germanic Linguistics Annual Conference (GLAC 22, 2016), verður haldin í Háskóla Íslands dagana 20.–22. maí 2016. Flutt verða um 130 erindi, auk þess sem kynnt verða 15 veggspjöld. Gert er ráð fyrir að þátttakendur og gestir verði hátt í 200 talsins. Þar á meðal eru virtir sérfræðingar í germönskum málvísindum frá fjölmörgum þjóðlöndum beggja vegna Atlantsála.
GLAC-ráðstefnan hefur verið haldin árlega síðan 1995 á vegum Society for Germanic Linguistics (SGL) í Bandaríkjunum (http://german.lss.wisc.edu/~sgl) og er venjulega haldin þar vestra. Stjórn germanska málvísindafélagsins vildi að þessu sinni breyta til, ekki síst til að fá tækifæri til að heiðra sérstaklega tvo mikilvirka og mikilsvirta íslenska málfræðinga, prófessorana Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason, sem báðir láta af störfum á árinu 2016. Þessir fræðimenn hafa ekki aðeins lengi starfað við Háskóla Íslands og byggt upp innviði í íslenskum málvísindum hér heldur hafa þeir einnig getið sér framúrskarandi gott orð á alþjóðavettvangi, hvor á sínu sérsviði, Höskuldur fyrst og fremst í setningafræði en Kristján einkum í hljóðkerfisfræði. Þeir eru báðir boðsfyrirlesarar á ráðstefnunni.
Málvísindastofnun Háskóla Íslands heldur GLAC-ráðstefnuna í samvinnu við bandaríska starfsfélaga í SGL. Nánari upplýsingar um skráningu og dagskrá eru á vefsíðu ráðstefnunnar.
Af skapandi ferðaþjónustu í skapandi borg: Er Reykjavík með'etta?

Jónína Lýðsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í ferðamálafræði. Heiti verkefnisins er: Af skapandi ferðaþjónustu í skapandi borg: Er Reykjavík með'etta?
Ágrip
Á undanförnum árum hefur víða mátt sjá vaxandi notkun á hugtakinu sköpun (e. creativity). Hefur hugtakið m.a. notið vaxandi vinsælda í tengslum við þróun og uppbyggingu á borgum sem og í ferðaþjónustu - einkum í hagrænum tilgangi. Með vaxandi samkeppni á alþjóðavísu hafa sumir áfangastaðir, sér í lagi borgir, hugað að því að endurskilgreina sig með nýjum áætlunum og stefnum byggðum á hugmyndafræði eða úrræðum sem tengjast skapandi borg. Ein birtingarmynd þessarar áherslu á sköpun er í gegnum ferðaþjónustu og hefur verið nefnd skapandi ferðaþjónusta. Gildi rannsóknarinnar er að benda á ólíkar hugmyndir um viðfangsefnið.
Markmið rannsóknarinnar er margþætt og felur m.a. í sér að gera grein fyrir meginstraumum í umfjöllun um skapandi borg, draga fram umfjöllun um hugsanleg úrræði fyrir stjórnvöld við þróun og uppbyggingu borga og velta upp tækifærum og áskorunum, sem m.a. felast í skapandi ferðaþjónustu. Skoðað er hvernig skapandi ferðaþjónusta getur hugsanlega virkað sem hreyfiafl í borgum. Einnig er markmiðið að skoða hvernig sköpunarhugtakið birtist í fyrirliggjandi skýrslum sem tengjast skipulagsmálum, ferðaþjónustu og menningu í Reykjavík og draga fram í dagsljósið hvaða hugmyndir sérfræðingar og forsvarsfólk, sem tengjast hinu opinbera eða ferðaþjónustunni, hafa um viðfangsefnið. Að lokum er markmiðið að opna umræðu um skapandi borgir og skapandi ferðaþjónustu og þau tækifæri sem felast í menningu og hversdagslífinu.
Helstu niðurstöður eru að skapandi ferðaþjónusta getur virkað sem hreyfiafl fyrir skapandi borg í ljósi þess að ferðaþjónustan skapar menningunni sýnileika og grundvöll og getur komið menningu og menningararfleifð á framfæri. Breyttar áherslur í ferðaþjónustu sem komið hafa fram og sem felast m.a. í breyttum kröfum meðal ferðamanna ýta undir þá kenningu því það skapar grundvöll fyrir tækifæri í nýsköpun. Ef marka má Aðalskipulag og stefnumótanir í ferða- og menningarmálum stefnir Reykjavík í þá átt að verða skapandi borg. Notkun sköpunarhugtaksins, á frekar loftkenndan hátt í fyrirliggjandi skýrslum, ásamt núverandi og fyrirhuguðum framkvæmdum borgarinnar bendir þó að e-u leyti til að sú fyrirætlan sé meira í orði en á borði. Viðmælendur benda á að huga þurfi að sérkennum borgarinnar svo hún haldi áfram að vera eftirsóknarverð heim að sækja en einnig að huga þurfi að grasrótinni til að viðhalda gæðum og fagmennsku í menningu og listum, undirstöðu skapandi mannlífs.
Leiðbeinendur: Dr. Gunnar Þór Jóhannesson, dósent og dr. Katrín Anna Lund, dósent, bæði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Prófdómari: Dr. Edward H. Huijbens, Prófessor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.
Kynning meistaraverkefna við Lyfjafræðideild

Málstofu um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, Fagráð lungnahjúkrunarfræðinga á Landspítala og MND félagið hafa tekið höndum saman og efna til málstofu um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga þriðjudaginn 10. maí kl 16:00 - 17:30 í Norrænahúsinu.
Markmið málstofunnar er að hvetja til umræðu um málefniþingsályktunartillögu 31 sem liggur fyrir Alþingi.
Fundarstjóri er Oddný G. Harðardóttir alþingismaður
Framsögur flytja:
- Salvör Nordal, Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands
- Bryndís S. Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur Landspítala
- Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins
Að framsögum loknum verða umræður.
Málstofan er öllum opin.
Pollinator diversity in native heath and alien Nootka lupine stands in Iceland

Jonathan Willow will give a lecture about his masters thesis in Environment and Natural Resources. The thesis is titled Pollinator diversity in native heath and alien Nootka lupine stands in Iceland.
Abstract
Declines in abundance and diversity of pollinating insects are widely documented throughout Europe. Invasive alien plant establishment is one of the numerous factors threatening pollinator communities. Throughout much of Iceland, the alien plant Nootka lupine (Lupinus nootkatensis) has established competitive colonies that have replaced native flowering plants. The reduction of flowering plant diversity associated with the spread of Nootka lupine could severely impact pollinators that are well-adapted to foraging on native flowering plants. The present study aimed to investigate how pollinator communities may be affected by the spread of Nootka lupine. It was expected that pollinator communities observed foraging on native flowering plants would be more diverse than those foraging on Nootka lupine. From June to August 2015, insects were collected from the flowers of Nootka lupine and native flowering plants in the heath surrounding Vífilsstaðavatn, in Heiðmörk, a conservation area in southwest Iceland. Specimens were later identified, and pollinator communities of Nootka lupine and native heath wildflowers were analyzed. The data gathered in this study suggests that Nootka lupine cannot sufficiently serve as a supplemental- and alternative food resource for Iceland’s insect pollinators. A number of Iceland’s pollinating taxa, including Iceland’s only native bee species, the heath bumblebee (Bombus jonellus), are at risk of severe population declines if Nootka lupine continues to replace native flowering plants throughout Iceland. Conservation of floral resources for insect pollinators should include both restoration and preservation of native wildflower communities, and eradication and control efforts to replace invasive plant communities with native species.
Advisors: Dr. Mariana Tamayo, Assistant Professor, Environment and Natural Resources Programme, University of Iceland and dr. Magnús H. Jóhannsson, Head of Research and Development, Soil Conservation Service of Iceland.
Examiner: Dr. Kristján Kristjánsson, Executive Director of RU Research and Information, Reykjavík University
Hvað ógnar loftslagskerfinu? Röð fyrirlestra með tveimur þekktustu sérfræðingum samtímans á sviði loftslagsrannsókna

Föstudaginn 27. maí kl. 13.00–17.00 flytja tveir þekktustu loftslagsfræðingar samtímans, Michael E. Mann og Stefan Rahmstorf, röð fyrirlestra á vegum Earth101 á Háskólatorgi 105.
Fyrirlestrarnir fjalla um hækkun sjávaryfirborðs, breytingar á rennsli Golfstraumsins, vaxandi veðurfarsöfgar, spár sem tengjast breytingum á veðurfari þessa öldina, áhrif afneitunariðnaðarins á loftslagsumræðuna, stjórnmálaskoðanir og loftslagsbreytingar, og margt fleira.
Guðni Elísson, prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, setur þingið og stýrir umræðum.
Málstofa í ljósmóðurfræði

Föstudaginn 27. maí nk. kynna nemendur lokaverkefni sín til kandídatsprófs í ljósmóðurfræðum.
Málstofan fer fram í Eirbergi, stofu C-103, kl. 13:00 – 18:00.
Dagskrá:
13:00-13:30 Ávarp: Helga Gottfreðsdóttir
Ávarp afmælisárganga
13:30-15:00 Kynningar á lokaverkefnum
15:00-15:20 Kaffihlé
15:20-16:50 Kynningar á lokaverkefnum
16:50 Samfagnaður með ljósmæðranemum
Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um dagskrá og verkefni nemenda (pdf)
Að skrifa söguna og skapa hana. Nokkur álitamál. Fræðsluerindi Vísindafélags Íslendinga

Fræðsluerindi á vegum Vísindafélags Íslendinga
Að skrifa söguna og skapa hana.
Nokkur álitamál
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur
og dósent við Háskóla Íslands
Ágrip
Fræðafólk á að sýna hlutlægni í rannsóknum sínum. Um leið erum við hluti af samfélagi sem við viljum gjarnan móta. Sömuleiðis erum við bundin af eigin uppeldi, umhverfi og fordómum. Í erindinu verður rætt um þessi álitamál frá sjónarhóli sagnfræðings sem hefur unnið við að skrifa söguna en lenti í að skapa hana líka síðustu vikur, með einum eða öðrum hætti.
Fundarstjóri
Þórarinn Guðjónsson, prófessor
Boðið verður upp á kaffi á undan fræðslufundinum frá kl.11:30
Goshrina 4 í Skaftáreldum 1783-84: gosrásarferli og goshegðun í fyrsta freatómagmatíska fasa gossins

Zoë Michele Ka’iulani Decker flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í jarðfræði. Heiti verkefnisins er Goshrina 4 í Skaftáreldum 1783-84: gosrásarferli og goshegðun í fyrsta freatómagmatíska fasa gossins.
Ágrip
Goshrinur Skaftárelda 1783-84 voru 10 talsins, þar af tvær freatómagmatískar. Freatómagmatíski fasinn sem gaus á sprungu fjögur á Lakagígum og er kjarninn í þessari rannsókn, myndaði hverfjallið vestan Laka ásamt gjóskufallseiningunni P1. P1 er öskurík eining og innihaldur verulegt magma af basískum vikri (golden pumice). Meðal blöðrumang vikurkornanna er 84-88%, en í stökum kornum nær blöðrumagnið 97%. Þessi gildi endurspegla blöðrumagnið í magmatíska vikrinum frá Laka. Þessar niðurstöður benda til þess að kvikan freatómagmatísku hrinunni á sprungu 4 var full afgösuð og fullþanin, þ.e. var orðin froða, og farin að sundrast í korn af vikurstærð áður en hún komst í snertingu við utanaðkomandi vatn. Hér má draga þá ályktun að megin þáttur utanaðkomandi vatns í goshrinunni var hraðkæling á froðukendum vikurkornum sem varð til þess að þau molnuðu í fínan öskusalla. Há kvikuframleiðni (107 kg/s) og hár blöðruþéttleiki (107 cm3) benda til þess að aflið í gosinu hafi verið mikið og keyrt áfram af hvelllosun á H2O gasi frá kvikunni. Þessi gögn við þá ályktun að sprengifasarnir í Laka hafi verið lá-plínískir (subPlinian). Athuganir á innri lagskiptingu gjóskueiningarinnar P1 ásamt kornastærðarmælingum á einstökum lögum gefur til kynna að gjóskan frá hverfjallinu vestan Laka barst fyrst til austurs og síðan í vestur. Þessar niðurstöður ásamt upplýsingum um vindáttir í samtímaheimildum frá þeim tíma sem fjórða goshrina Skaftárelda var í gangi, benda til þess að sprengifasinn P1 hafi byrjað 27 júní, 1783, en ekki 25 júní eins og lagt hefur verið til í fyrri athugunum.
Leiðbeinendur; Þorvaldur Þórðarson og Bruce F. Houghton
Prófdómari: Licia Gurioli.
Hugsun og veruleiki. Ráðstefna um heimspeki Páls Skúlasonar

Dagana 27. og 28. maí verður haldin ráðstefna um heimspeki Páls Skúlasonar. Á ráðstefnunni flytja innlendir og erlendir fræðimenn fjölbreytt erindi og huga að tengslum verka Páls við ólík hugðarefni og fræðasvið. Sérstök áhersla verður lögð á fjóra helstu þætti heimspeki Páls:
- Náttúru og vitund.
- Menntun og háskóla.
- Siðfræði og lífsskoðanir.
- Stjórnmál og rökvísi þeirra.
Ráðstefnan fer fram í Lögbergi 101. Ókeypis verður á ráðstefnuna og hún opin öllum.
Dagskrá:
Föstudagur 27. maí
- 9.15–9.30 Opnunarávarp, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Opnunarfyrirlestrar
- 9.30–10.00 Norman Sharp: „Páll Skúlason: A personal appreciation of his thinking and influence on the nature of universities“
- 10.00–10.30 Peter Kemp: „Páll’s hermeneutiske cirkel: Paul Ricœurs rolle i Páll Skúlasons tænkning“
- 10.30–10.45 Kaffihlé
Stjórnmál og rökvísi þeirra
- 10.45–11.15 Vilhjálmur Árnason: „Tæknileg rökvísi og siðræn skynsemi“
- 11.15–11.45 Sigurður Kristinsson: „Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg?“
- 11.45–12.45 Hádegishlé
Náttúra og vitund
- 12.45-13.15 Skúli Skúlason: „Hvernig skiljum við fjölbreytni lífsins?“
- 13.15-13.45 Þorvarður Árnason: „Allífðin - hugleiðing um merkingu og tilgang“
- 13.45-14.15 Edward H. Huijbens: „Tómið, tilgangurinn og jörðin“
- 14.15-14.45 Bára Huld Beck: „Heilagleiki í náttúru - Hvernig birtist hann í náttúruheimspeki Páls Skúlasonar?“
- 14.45-15.15 Kaffihlé
- 15.15-15.45 Björn Þorsteinsson: „París - Askja: Leita að tilgangi, náttúru og mennsku“
- 15.45-16.15 Mikael M. Karlsson: „Tilgangur og merking“
- 16.15-16.45 Henry Alexander Henrysson: „Merking tilgangs: Leið Páls í átt að tilgangshyggju“
- 16:45-17:15 Tryggvi Örn Úlfsson: „Kerfi Páls í ljósi Hegels“
- 19:00 Kvöldverður
Laugardagur 28. maí
Menntun og háskólar
- 9.15-9.45 Marion Lerner: „Að mennta sjálfan sig og þjóðina. Hugmyndir um menntun hjá Tómasi Sæmundssyni“
- 9.45-10.15 Elsa Haraldsdóttir: „Heimspeki menntunarinnar“
- 10.15–10.30 Kaffihlé
- 10.30–11.00 Kolbrún Þ. Pálsdóttir: „Tilgangur og merking sem forsenda menntunar“
- 11.00–11.30 Ólafur Páll Jónsson: „Menntun og háskólar“
- 11.30–12.00 Guðmundur H. Frímannsson og Sigurður Kristinsson: „Akademískt frelsi og háskólakennarar“
- 12.00–13.00 Hádegishlé
- 13.00–13.30 Jón Torfi Jónasson: „Hvernig á háskóli að vera?“
- 13.30–14.00 Eiríkur Smári Sigurðarson: „Hugvísindi og merking háskóla“
- 14.00–14.30 Ásgeir Brynjar Torfason: „Heimsmenning, þjóðmenning og viðskipti: Um menntun og viðskiptamenningu“
- 14.30–15.00 Kaffihlé
Hugfró heimspekinnar
- 15.00–15.30 Gunnar Harðarson: „Heimspekin í skugga samtímans“
- 15.30–16.00 Róbert Jack: „Kennarinn Páll“
- 16.00–16.30 Jón Kalmansson: „Hugsuðurinn á jaðrinum: Páll Skúlason og mörk hins segjanlega“
- 16.30–17.00 Salvör Nordal: „Listin að lifa er listin að hugsa“
- 17.00 Ráðstefnulok
Málþing meistaranema við Menntavísindasvið

Föstudaginn 27. maí 2016 verður málþing útskriftarnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þar kynna M.Ed.-nemar sem brautskrást í júní lokaverkefni sín. Einnig býðst MA-nemum að kynna sín verkefni. Skipt er upp í nokkrar málstofur og því gefst tækifæri til að fara á milli og sækja fjölbreytt erindi.
Á Menntavísindasviði eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntunar, uppeldis og þjálfunar í þeim tilgangi að skapa nýja þekkingu, íslensku samfélagi til hagsbóta. Meistaranám á sviði menntavísinda undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt dagleg viðfangsefni en ekki síður undir það að verða leiðtogar hver á sínu sviði.
Málþingið er öllum opið. Það hefst í Skriðu kl. 9.00 og færist svo yfir í kennslustofur í Kletti.
Dagskrá auglýst síðar.
Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum

Lilja Rögnvaldsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í ferðamálafræði. Heiti verkefnisins er: Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum.
Ágrip
Í þessari skýrslu eru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Markmið verkefnisins var að kanna svæðisbundið framboð gagna í ferðaþjónustu sem og að meta efnahagsleg áhrif atvinnugreinarinnar með hliðsjón af alþjóðlegri forskrift ferðaþjónustureikninga. Niðurstöðurnar byggja á viðtölum við ferðaþjónustuaðila í Þingeyjarsýslum sem og ferðavenjukönnunum meðal erlendra ferðamanna á tímabilinu 2013-2015. Helstu niðurstöður verkefnisins eru heildarvelta í ferðaþjónustutengdum atvinnugreinum á svæðinu, neysla erlendra ferðamanna, fjöldi starfsmanna í atvinnugreininni, launavelta og greining á tekjum sveitarfélaga vegna ferðaþjónustu. Þróun í fjölda ferðamanna og gistinóttum á svæðinu er einnig lýst. Fyrsta umferð í tekjumargfaldara er reiknuð sem byggir á rekstrarkostnaði ferðaþjónustufyrirtækja sem tilkominn er innan svæðisins.
Leiðbeinendur: Cristi Frent, Edward H Huijbens og Anna Dóra Sæþórsdóttir
Prófdómari: Sveinn Agnarsson
Viðhorf íbúa og ferðaþjónustuaðila til virkjunar vindorku á hálendisbrúninni norðan Búrfells í Þjórsárdal

Guðrún Líneik Guðjónsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í landfræði.
Heiti verkefnisins er: Viðhorf íbúa og ferðaþjónustuaðila til virkjunar vindorku á hálendisbrúninni norðan Búrfells í Þjórsárdal.
Ágrip
Út um allan heim er nú lögð ríkari og ríkari áhersla á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum til að mæta alþjóðlegum kröfum um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Virkjun vindorku verður sífellt vinsælli kostur á meðal endurnýjanlegra orkugjafa. Með auknum tækniframförum hefur orðið bæði auðveldara og ódýrara að virkja vindinn. Íslendingar geta státað sig af nægu roki. Ýmis umhverfisáhrif fylgja hins vegar beislun beislun orkunnar sem í rokinu felst . Eitt af helstu umhverfisáhrifum vindorkuvera eru sjónræn áhrif. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að uppbyggingu vindorkuvera og útliti strax í hönnunarferlinu. Fagurfræðilegt gildi landslags er huglægt og gildi þess einstaklingsbundið. Breytt ásýnd lands vegna framkvæmda vekur oft deilur á milli ólíkra hagsmunahópa eftir því hvaða ávinning svæðið hefur fyrir hvern og einn. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er annars vegar að meta viðhorf íbúa og ferðaþjónustuaðila til virkjunar vindorku, og hins vegar að meta möguleg áhrif breyttrar ásýndar lands vegna vindorkuvers á hálendisbrúninni fyrir ofan Búrfell í Þjórsárdal á íbúa og ferðaþjónustufyrirtæki. Landsvirkjun kannar nú möguleika á að reisa vindorkuver á hálendisbrúninni við Búrfell í Þjórsárdal sem fengið hefur heitið Búrfellslundur. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum, og einn hluti matsins var að meta áhrif vindorkuversins á íbúa og ferðaþjónustu. Sú vinna byggir grunn þessa rannsóknarverkefnis. Niðurstöður sýna að viðhorf íbúa og ferðaþjónustuaðila til vindmylla hér á landi er almennt jákvætt. Þegar kemur að viðhorfi þeirra til vindorkuvera er staðsetning stærsti áhrifavaldurinn, og fæstir vilja hafa slík orkuver nálægt heimili sínu. Uppbygging vindorkuvera er flókið ferli og staðsetningu þess þarf að velja vel og taka tillit til ólíkra hagsmunahópa. Niðurstöðurnar sýna enn fremur að áhrif breytts landslags vegna orkumannvirkja verða jákvæðari ef ávinningur orkuvinnslunnar er skýr og nýtist í heimahéraði.
Leiðbeinendur: Rannveig Ólafsdóttir, prófessor og Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent, báðar við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Prófdómari: Ólafur Árnason, fagstjóri skipulagsmála hjá Eflu.
Vöxtur skarkolaungviðis (Pleuronectes platessa L.)

Elzbieta Baranowska flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í líffræði. Heiti verkefnisins er: Vöxtur skarkolaungviðis (Pleuronectes platessa L.).
Ágrip
Uppeldissvæði margra flatfiskategunda er að finna í evrópskum sandfjörum. Fjörurnar eru mikilvægar fyrir afkomu seiða og bæði stærð og gæði svæða geta áhrif á nýliðun. Botntaka skarkolaseiða (Pleuronectes platessa) hefst snemmsumars á Íslandi þegar sviflægar lirfur ganga í gegnum myndbreytingu og verða að botnlægum seiðum. Þau leita fæðu og skjóls fyrir afræningjum hátt í fjörunni yfir sumarið en fikra sig dýpra þegar líður að hausti. Markmið rannsóknarinnar var að skoða vaxtarbreytileika hjá skarkolaungviði á uppeldissvæði. Frá árinu 2005 voru sýni tekin árlega með reglulegu millibili í Helguvík á Álftanesi frá vori og fram á haust. Botntakan hófst í lok maí og varði fram á mitt sumar þegar hámarksþéttleika var náð. Lengd uppeldissvæðatímabils var í samræmi við uppeldissvæði á hærri breiddargráðum. Botntökutímabilið var breytilegt milli ára, sama gilti um þéttleika skarkolaseiða sem komu á uppeldissvæðið á hverju sumri en þéttleikinn í Helguvík var einn sá mesti sem sést hefur, sé tekið mið af bæði íslenskum og evrópskum uppelsdissvæðum. Þrír til fjórir misstórir nýliðunarhópar voru oftast greinanlegir í fjörunni. Vöxtur var bæði breytilegur innan árs og milli ára. Uppgefinn hámarksvöxtur miðað við hitastig sást á mörgum áranna, aðallega snemma á botntökutímabilinu. Hnignun vaxtar innan ársins var greinanlegur þegar leið að hausti. Þéttleikaháð áhrif voru greinanleg með skoðun tveggja samanburðarára þar sem kolar voru aldursgreindir og breiddarhringir mældir
Leiðbeinendur: Björn Gunnarsson, Jónas Páll Jónasson og Guðrún Marteinsdóttir
Prófdómari: Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir
Áhrif vindmylla í Búrfellslundi á ferðamenn með tilliti til fegurðar landslags

Guðmundur Björnsson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í ferðamálafræði. Heiti verkefnins er Áhrif vindmylla í Búrfellslundi á ferðamenn með tilliti til fegurðar landslags.
Ágrip
Vindmyllur eru nýr orkukostur hér á landi. Landsvirkjun hefur nú til skoðunar að reisa allt að 63 vindmyllur með allt að 200 MW orkuvinnslu norðaustan við Búrfell í Þjórsárdal í svokölluðum Búrfellslundi. Hluti að vinnu við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar var rannsókn á viðhorfum ferðamanna til framkvæmdarinnar. Rannsóknin var unnin árin 2014-2015 fyrir Landsvirkjun og er hún hluti meistaraverkefnis í ferðamálafræði við Háskóla Íslands sem kynnt er í þessari ritgerð. Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um hvernig ferðamenn skynja landslag og fegurð þess. Einnig að kanna áhrif vindmylla á upplifun ferðamanna og hvernig ljósmyndir hafa verið notaðar sem rannsóknartæki til að meta viðhorf ferðamanna til landslags. Í rannsókninni sem fjallað er um í ritgerðinni voru ferðamenn meðal annars beðnir að meta fegurð landslags á ljósmyndum. Þykir ferðamönnum landslag á ljósmyndum sem innfela ekki orkumannvirki fallegra en það landslag þar sem orkumannvirki eru sýnileg. Niðurstaða ritgerðarinnar er að þekking á viðhorfum ferðamanna til fegurðar landslags sé afar mikilvæg í skipulagsvinnu og umhverfisstjórnun svæða og ljósmyndir gagnist vel til að afla þeirrar þekkingar. Sterkar vísbendingar eru um að vindmyllur sem skyggja fallegt landslag geti leit til þess að upplifun ferðamanna skerðist og aðdráttarafl svæða minnki.
Leiðbeinendur: Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent og Rannveig Ólafsdóttir, prófessor, báðar við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Prófdómari: Ólafur Árnason, fagstjóri skipulagsmála hjá Eflu.