
Málþingið Stolt okkar er viskan. Fræðandi ferðaþjónusta, rannsóknir og samstarf verður haldið í Þórbergssetri laugardaginn 11. október.
Dagskrá
10:30 Gildi fornleifa og fornleifaskráninga.
Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur og Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur
11:00 Veðurfar og veðurmælingar.
Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands
11:30 Rannsókn og miðlun á menningararfi Hornafjarðar- Uppbygging og framtíðarsýn.
Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og forstöðumaður Hornafjarðarsafna
12:00 Hádegisverður að hætti hússins og útivera
13:00 Breiðamerkurjökull og Breiðamerkursandur; breytingar frá lokum 19 aldar.
Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur og starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands
13:30 Ljósmynda- og norðurljósaferðamennska.
Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði
14:00 Þórbergur og nútíminn.
Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs
14:30 Erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði
15:00 Kaffi
15:30 Framtíðarsýn og samstarf stofnana í Austur Skaftafellssýslu.
Þórgunnur Torfadóttir, skólastjóri og formaður stjórnar Þórbergsseturs
16:00 Pallborðsumræður
Allir velkomnir