
Rannsóknastofa í táknmálsfræðum: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Málvísindastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Félag heyrnarlausra kynnir fyrirlestur Dr. Johönnu Mesch, dósents við háskólann í Stokkhólmi. Fyrirlesturinn verður fluttur 2. júní kl. 17:00 í húsakynnum Félags heyrnarlausra, Þverholti 14. Fyrirlesturinn ber heitið Málheildir fyrir táknmál og döff samfélag / Sign Language Corpus and the Deaf Community. Að honum loknum mun Johanna stýra umræðum um ávinning af málheildum, m.a. fyrir íslenskt táknmál.
Johanna lýsir erindi sínu á eftirfarandi hátt: Vinna við málheildir fyrir táknmál felur í sér gagnasöfnun, gerð prófgagna og umritun gagna. Málheildin fyrir sænskt táknmál var unnin á árunum 2009-2011 og samanstendur af upptökum af samtölum milli 42 málhafa á aldrinum 20-82 ára, frá þremur svæðum í Svíþjóð. Markmið verkefnisins var að safna gögnum og gera aðgengilega málheild sænsks táknmáls sem yrði aðal gagnauppspretta rannsókna á uppbyggingu sænsks táknmáls og notkun þess, auk orðabókagerðar. Í erindi mínu mun ég gera grein fyrir ávinningi döff samfélags af málheildarvinnu.
The sign language corpus work includes data collection, elicitation material and annotation. The Swedish Sign Language Corpus was compiled during the years 2009–2011 and consists of video-recorded conversations among 42 informants between the ages of 20 and 82 from three regions in Sweden. The aim of the project is to collect and publish a corpus of Swedish Sign Language that will be the core data source for research on sign language structure and use, as well as dictionary work. In my presentation, I will describe some benefits of corpus work for the Deaf community.
Johanna flytur erindi sitt með alþjóðatáknun (International Sign) og verður það túlkað bæði á íslenskt táknmál og íslensku.