Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fyrirlestur: Trú og lífsviðhorf ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
7. apríl 2014 - 11:40
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 229
Háskóli Íslands

Mánudaginn 7. apríl  n.k. heldur Gunnar J. Gunnarsson fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Trú og lífsviðhorf ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknir á trúarafstöðu, lífsviðhorf og gildismati barna, unglinga og ungs fólks á Íslandi. Greint verður frá nokkrum niðurstöðum, einkum í yfirstandandi rannsókn á lífsviðhorfum og lífsgildum framhaldsskólanema, með sérstaka áherslu á áhrif trúarbragða og trúariðkunar á líf þeirra og viðhorf.

Gunnar J. Gunnarsson er dósent í trúarbragðafræðum og trúarbragðakennslu við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hann er kennari og guðfræðingur að mennt og með doktorspróf í Uppeldis- og menntunarfræðum frá Stokkhólmsháskóla.  Rannsóknir hans hafa einkum beinst að lífsviðhorfi og gildismati ungs fólks og trúarbragðafræðslu í fjölmenningarsamfélagi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012