Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fyrirlestur: Hvaða skoðun höfðu miðaldamenn á geðshræringum

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
7. apríl 2014 - 12:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 201
Háskóli Íslands

Mánudaginn 7. apríl næstkomandi, kl. 12.00, heldur málvísindamaðurinn Dirk Geeraerts, prófessor við Háskólann í Leuven, fyrirlestur um hugtakið „emotion“ (geðshræring) við Háskóla Íslands á vegum Hugvísindastofnunar, Bókmennta- og listfræðastofnunar og Málvísindastofnunar í samstarfi við Reykjavík – Bókmenntaborg.

Geeraerts er þekktur fyrir störf sín í þágu hugrænna málvísinda (cognitive linguistics) og hefur samið mörg verk á sviði hugrænnar merkingarfræði. Af nýlegum verkum hans má nefna Theories of Lexical Semantics (2010). Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 201 í Árnagarði og fluttur á ensku. Hann ber yfirskriftina The theory of humors and the origin of 'emotion' (Kenningin um líkamsvessana og uppruni orðsins „emotion“). Allir áhugamenn um læknisfræðihugmyndir miðalda, mál og málsögu eru hvattir til að mæta. Hér á eftir fer útdráttur úr fyrirlestrinum á íslensku:

Hugtakið „emotion“ – tjáð með íslenska orðinu „geðshræring“ – er augljós líking: geðshræringar eru umrót hugans.  En hvað um sjálft enska orðið „emotion“? Í fyrirlestrinum verður hugað að orðsifjum  orðsins „emotion“ og sú athugun fer aftur til fornfrönsku sagnanna mouvoir (hreyfa) og émouvoir (hreyfa við/hræra). En öfugt við það sem menn gætu ætlað, er hreyfingin sem þessar sagnir vísa til þegar þær fá sálfræðilega merkingu, bókstafleg en ekki líking: hugtakið „emotion“  sprettur í tengslum við kenningu innan læknisfræði miðalda um líkamsvessana fjóra (blóð, flemína, svartablóð og rauðbrúnt blóð) sem stýra jafnvægi líkama og hugar. Ef hugað er grannt að fornfrönskum textum blasir við að samkvæmt kenningunni um líkamsvessana er umrót hugans bein afleiðing af bókstaflegu umróti líkamsvessanna.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012