
Jón Ragnar Ragnarsson fjallar um heimspeki Mariu Zambrano.
Maria Zambano fæddist árið 1901 á Spáni. Hún var merkur heimspekingur og rithöfundur sem lét eftir sig mikið safn rita. Hún tók þátt í starfi lýðræðissinna á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnr og fluttist úr landi eftir valdatöku falangista. Hún var 45 ár í útlegð (í Mexíkó, Purto Rico, Kúbu, Ítalíu og víðar). Skrif hennr eru nátengd þessari reynslu.
Heimspeki Zambrano er undir áhrifum tilvistarspekinnar og leggur mikla áherslu frelsi og ábyrgð. Ábyrgðin tengist ekki fyrst og fremst sjálfum okkur og eigin farsæld heldur samfélaginu í heild. Zambrano segir jafnframt að eina leiðin til þess að lifa siðferðislega réttlætanlegu lífi sé að taka virkan þátt í mannlegu starfi. Þannig setur hún fram kenningu um lýðræði sem byggir öðrum forsendum en flest sú stjórnspeki sem við þekkjum í dag. Þar vegur menntun hvað þyngst eða öllu heldur spurningin hvernig við getum menntað fólk til frelsis.