Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Ferilefnapróf á háhitasvæðum með naftalensúlfónötum

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
28. febrúar 2014 - 12:03
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 158
Háskóli Íslands

Finnbogi Óskarsson, M.Sc., Efnafræðingur hjá Íslenskum Orkurannsóknum mun tala um rannsóknir á rennslisleiðum jarðhitasvæða.

Ferilefnapróf eru helsta aðferðin sem beitt er til að kortleggja rennslisleiðir á jarðhitasvæðum. Í slíku prófi er ferilefni (e. tracer) dælt niður í jarðhitakerfin og svo fylgst með því hvar efnin skila sér til yfirborðs. Efnin sem notuð eru þurfa að uppfylla ýmsar kröfur, m.a. varðandi umhverfisáhrif, næmni í greiningum og ekki síst hitaþol þar sem hitastig háhitakerfanna er stundum hærra en 300°C. Árið 2013 voru ferilefnapróf sett af stað á þremur íslenskum háhitasvæðum; Hellisheiði, Kröflu og Reykjanesi, og notast við natríumsölt af mismunandi naftalensúlfónsýrum en þær þola háan hita og má greina niður í 0,1 µg/L á vökvaskilju með flúrljómunarnema. Til þess arna keyptu Íslenskar orkurannsóknir slíka vökvaskilju og þróuðu aðferð til greininganna. Í erindinu verður aðferðinni lýst, svo og ýmsum leystum og óleystum vandamálum sem skotið hafa upp kollinum við greiningarnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012