
Málstofa Lífvísindaseturs verður haldin fimmtudaginn 27. febrúar kl. 12:25-13:10 í stofu 343 í Læknagarði
Dr. Ingibjörg Harðadóttir, prófessor í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild HÍ mun fjalla um Áhrif fiskolíu í fæði á bólguviðbragð í vakamiðlaðri bólgu í músum
Bólga er nauðsynleg í vörnum okkur gegn sýklum. Hjöðnun bólgu er einnig mikilvæg til að koma í veg fyrir að hún verði krónísk. Krónísk bólga er nú talin eiga þátt í mörgum algengum sjúkdómum eins og fituhrörnun, krabbameini, Alzheimer-sjúkdómi og liðagigt. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur (FÓFS) hafa áhrif á ónæmissvör en áhrif þeirra á hjöðnun bólgu hafa lítt verið könnuð. Niðurstöður rannsókna okkar benda til að fiskolía í fæði geti dempað upphafsfasa vakamiðlaðrar bólgu í músum, leitt til hraðari hjöðnunar og aukið B1 ónæmissvar.
Erindið verður flutt á ensku