Hvenær hefst þessi viðburður:
20. febrúar 2014 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 201

Fimmtudaginn 20. febrúar 2014 kl. 12-13 í stofu 201 í Árnagarði heldur Rannveig Einarsdóttir fyrirlestur á vegum MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Ungt fólk og internetið: „Ég vildi ekki fá mér svona aftur af því það var einhver kall að like-a myndirnar mínar“
Í fyrirlestrinum ræðir Rannveig um niðurstöður MA-rannsóknar sinnar um ungt fólk og internetið. Tekin voru viðtöl við 8 einstaklinga á aldrinum 14-16 ára (í 8.-10. bekk) og þau spurð spurninga um internetnotkun sína. Unga kynslóðin sem er að vaxa úr grasi í dag er oft kölluð tæknikynslóðin og töluvert hefur verið fjallað um unglinga og áhrifavalda í lífi þeirra síðustu árin. Markmið rannsóknarinnar var að fá að heyra rödd unga fólksins og hvaða merkingu það leggur í internetið og tæknina í dag, hvað þeim finnst og hvernig þau skilgreina og skilja þessa hluti í sínu lífi. Internetið færir ungu fólki alls kyns gagnlegar og uppbyggjandi upplýsingar á nokkrum sekúndum en á sama tíma getur það einnig fært þeim hættulegar og neikvæðar upplýsingar.
Rannveig Einarsdóttir er MA í mannfræði.
ÖLL VELKOMIN!