Hvenær hefst þessi viðburður:
20. febrúar 2014 - 12:20 til 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, bókasafn.

Fyrirlesari: Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum.
Landfræðileg einangrun Íslands er megin ástæða þess að húsdýr hérlendis eru laus við fjölda smitefna sem er að finna í dýrum utan Íslands. Þessi staða er í mörgu tilliti einstök og auðlegð sem ber að verja. Í erindinu verður fjallað um núverandi smitsjúkdómastöðu búfjár á Íslandi og mögulegar smitleiðir nýrra sjúkdómsvalda.