
Þorsteinn Hauksson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Verkefnið ber heitið Utilization of absorption cycles for Nesfiskur and Skinnfiskur.
Í meistaraverkefninu er athugað hvort og hvernig hægt er að nota ísogstækni til kælingar og frystingar á fiski hjá fyrirtækjunum Nesfisk og Skinnfisk á Reykjanesi. Þetta er gert til að finna hvort fyrirtækin geta sparað fé með því að nota ónýttan hita frá jarðvarmavirkjunum eða öðrum varmagjöfum. Bestaðar eru þrjár útfærslur, þ.e. hönnun á pípu frá Reykjanesi, notkun á umfram afköstum núverandi hitaveitukerfis og að lokum hönnun á frystihúsi við Reykjanesvirkjun. Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að ísogskerfi eru ekki hagkvæm lausn fyrir fyrirtækin Skinnfisk og Nesfisk þegar þau eru borin saman við þjöppunarkerfi og í þeim tilvikum sem fjallað er um er fjárfestingarkostnaðurinn of hár.
Leiðbeinendur: Halldór Pálsson og Magnús Þór Jónsson
Prófdómari: Páll Valdimarsson