
Hugvísindasvið boðar nemendur sem eru að hefja nám við deildir sviðsins til kynningarfundar með forseta Hugvísindasviðs og Deildarforsetum í stofu 102 á Háskólatorgi föstudaginn 30. ágúst kl. 13:00. Í framhaldi af þeim fundi fara nemendur á fundi á námsbrautum og deildum. Gert er ráð fyrir að dagskrá fundanna ljúki fyrir kl. 15:00.
Dagskrá fundarins:
- Ávarp Kristínar Ingólfsdóttur, rekstors Háskóla Íslands.
- Kynning á Hugvísindasviði. Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs.
- Stutt kynning á deildum.
Að loknum kynningarfundi Hugvísindasviðs verða kynningarfundir í námsgreinum kl. 14:00. Þar verður greint frá námstilhögun og veittar nánari upplýsingar um nám í viðkomandi greinum.
Kennsla hefst 2. september.
Á nýnemavef Háskóla Íslands, www.hi.is/adalvefur/nynemar, vef Stúdentaráðs, www.student.is, og á vef Hugvísindasviðs, www.hug.hi.is, eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal drög að stundaskrám. Á heimasíðu Bóksölu stúdenta má finna bókalista námskeiða.