Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Loftgæði á Íslandi

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
9. júní 2017 - 12:15
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
132
Reykjavík

Föstudaginn 9. júní kl. 12:15 mun dr. Larry G. Anderson, Fulbright sérfræðingur frá Háskólanum í Denver, vera með fyrirlestur um loftgæði á Íslandi. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132.

Ísland er strjálbýlt land gætt ríkum náttúruauðlindum eins og landi, vatni og endurnýjanlegri vatnsafls- og jarðvarmaorku. Umhverfisgæði eru í hávegum höfð og telja menn kannski að þau séu til fyrirmyndar óháð umsvifum manna.

Dr. Larry G. Anderson, prófessor emeritus við Háskólann í Denver, var fenginn til þess að rýna í loftgæðagögn í Reykjavík og nágrenni síðustu 2-6 ár að frumkvæði Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands sem hluta af verkefni sem bandaríska Fulbright-stofnunin og Rannsóknasjóður Háskóla Íslands studdu. Anderson býr að 45 ára reynslu af rannsóknum á loftgæðum í Bandaríkjunum og hefur unnið náið með stofnunum og fyrirtækjum í gegnum tíðina. Hann mun kynna niðurstöður vinnu sinnar og tala um loftmengunarvalda eins og svifryk, nituroxíð og brennisteinsvetni.

Fundarstjóri er dr. Hrund Ó. Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands.

Viðburðurinn fer fram á ensku.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012