Hvenær hefst þessi viðburður:
22. maí 2017 - 13:00 til 15:00
Staðsetning viðburðar:

B. Rosemary Grant & Peter R. Grant
Ein helsta áskorun þróunarfræðinga er að skýra geysilega auðgi tegunda og fjölbreytileika lífvera. Við munum ræða framfarir í skilningi okkar á tegundamyndun, sem er lykilferli í þróun lífvera, með sérstöku tilliti til fjölbreyttrar aðlögunar að breytilegu umhverfi sem finnst meðal finka Darwins. Við byggjum á niðurstöðum langtíma feltrannsókna á stofnum finka, rannsókna sem spanna fjóra áratugi. Við ræðum einnig sameinda-erfðafræðilegar rannsóknir á bakgrunni þroskunar á goggi finkanna.
Rannsóknastofa í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líffræðistofnun Háskóla Íslands boðar til málþings með Rosemary og Peter Grant
í Norræna húsinu þann 22. maí kl 13--15.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.