Hvenær hefst þessi viðburður:
6. apríl 2017 - 14:00
Nánari staðsetning:
Hannesarholt, Grundarstíg 10

Málþing til heiðurs Laufeyju Steingrímsdóttur prófessor emerítus í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Fimmtudaginn 6. apríl kl. 14 í Hannesarholti, Grundarstíg 10.
Farið verður yfir fjölbreyttan og farsælan feril Laufeyjar sem er ein af brautryðjendum næringarfræðinnar á Íslandi.
Hún hefur unnið ötullega að vönduðum rannsóknum í faginu og er vinsæll og víðsýnn kennari. Þá hefur hún af eldmóði stutt við gott og ljúffengt mataræði landsmanna á öllum aldri og komið að útgáfu margra úrvalsrita.
Tónlist hefur ávallt skipað stóran sess í lífi Laufeyjar og munu ljúfir tónar því leika um Laufeyju og gesti yfir léttum veitingum í lok dagskrár.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.