Hvenær hefst þessi viðburður:
30. mars 2017 - 16:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
stofa 103

Kynningarfundur og spjall um framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild skólaárið 2017-18 verður haldinn fimmtudaginn 30. mars kl. 16:00 - 17:00.
Fjallað verður um námsleiðir í meistara- og diplómanámi, breytingar sem orðið hafa á kennsluskrá og boðið upp á spurningar. Á fundinum tala m.a. deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, Helga Jónsdóttir og verkefnastjórar framhaldsnáms, Margrét Gunnarsdóttir og Elín Helgadóttir.
Þetta er gott tækifæri til að kynna sér námið og spyrja spurninga.
Allir velkomnir.