Hvenær hefst þessi viðburður:
24. mars 2017 - 13:30 til 16:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Fyrirlestrasalur

2017.is, þverfræðilegt rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á trú, menningu og samfélag auglýsir:
Uppskriftir og uppþot. Málþing um kristni og kynlægar hugmyndir.
Tími: föstudaginn 24. mars n.k., kl. 13:30–16:00.
Staður: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands.
Fyrirlesarar:
- Hjalti Hugason: Siðbótin — uppskriftir og uppþot.
- Þórunn Sigurðardóttir: „Holds sælgætið blíða“. Siðgæði í 17. aldar tækifæris- og siðatextum.
- Erla Hulda Halldórsdóttir: "Andvarp syrgjandi ekkju". Dauðinn, sorgin og trúin í bréfum Sigríðar Pálsdóttur.
- Arnfríður Guðmundsdóttir: Pólitískt uppþot í nafni kristinnar trúar. Séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur og réttindabarátta kvenna um 1900.
- Kristín Ástgeirsdóttir: „Í vorsins nafni stefnu og störf skal hefja: að styrkja, vernda, - þerra tár af kinn“. Kristileg orðræða í baráttuljóðum íslensku kvenréttindahreyfingarinnar.
- Sólveig Anna Bóasdóttir: Kynlíf, kristni og mannréttindi. Afstaða Amnesty International til vændis.
Stjórnandi: Auður Styrkársdóttir.
Málþingið er öllum opið.