
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindamálaráðherrra setur Græna daga á Háskólatorgi. Brynhildur Davíðsdóttir prófessor og umsjónarkennari framhaldsnáms í umhverfis- og auðlindafræði ávarpar gesti.
Kynning frá Andrými og veitingar í boði frá Dumpster Diving.
Grænir dagar fara nú fram í tíunda sinn, dagana 23. og 24. mars. Þessi árlegi viðburður í Háskóla Íslands er á vegum GAIA, félags meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði. Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um málefni tengdum umhverfinu, innan háskólans jafnt sem út í samfélagið.
Viðburðir Grænna daga eru í formi fyrirlestra og vinnustofa en einnig verða ýmsir skemmtilegir hliðarviðburðir á meðan á Grænum dögum stendur. Viðburðirnir fara að mestu fram á ensku og nánari dagskrá sjá á facebook síðu Grænna daga.