
Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til funda um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verða átta/níu talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími er ætlaður til umræðna. Erindin eru flutt á íslensku nema annað sé tekið fram.
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík, halda fyrirlestur undir yfirskriftinni: Ungir karlar og kynlíf. Upplifun ungra karla af kynlífsmenningu framhaldsskólanema.
Ágrip: Kynnt er rannsókn af upplifun ungra karla af kynlífsmenningu framhaldsskólanema. Rannsóknin er framhald af rannsókn Kolbrúnar um upplifun ungra kvenna af kynlífsmenningunni. Í báðum rannsóknunum er rýnt í þá þætti sem viðmælendur töldu helst hafa áhrif á kynlífsmenningu ungs fólks, svo sem vinahópinn, samskiptamiðla, klám, útlitsdýrkun og kynlífs- og klámvæðingu.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Upptökur af völdum fyrirlestrum hafa birst á vef Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.