
Mike Rowlands, prófessor emeritus í mannfræði við University College London, flytur erindi í boði námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði við Háskóla Ísland í samstarfi við Mannfræðifélag Íslands.
Árið 1949 var 21 safn í Kína en nú telja söfnin yfir 15.000. Kína er það ríki, á eftir Ítalíu, sem tilnefnt hefur flesta staði á heimsminjaskrá UNESCO, en langflestar hafa tilnefningarnar verið á allra síðustu árum.
Í fyrirlestrinum veltir Mike Rowlands upp spurningum sem snúa að hraðri menningararfsvæðingu, opinberri stefnumörkun um kínverskan menningararf og möguleikum nærsamfélaga til að skilgreina fortíð sína og menningarleg gildi á eigin forsendum.
Lýsing á ensku
“In 1949 there were only 21 museums in China. By contrast, a recent survey has put the number at over 15,000. China is also second, after Italy, in the world ranking for the largest numbers of UNESCO World Heritage nominated sites.
Much of this ‘boom’ in heritage in China has taken place in the last fifteen years as part of top down development plans aimed at transforming the social, economic and cultural life of the country. However, between government policies and practices of heritage and local communities whose claims to their own cultural past are being appropriated by political, developmental and commercial interests, heritage is a problematic term and practice, involving competition, conflict and new hierarchies of power in local communities.
Articulated by international and national political agendas and imposed on them by local development strategies and market competition, heritage is something that local communities find themselves obliged to engage with; but how? With what implications for local communities’ perceptions of their own cultural pasts and values, and for what they want to transmit to future generations? What new conceptions and practices of heritage are emerging to contest the top-down imposition of heritage models that deny the possibility of locally-embedded cultural renewal?”
Um Mike Rowlands:
Mike Rowlands er prófessor emeritus í efnismenningu við mannfræðideild University College London og gesta- og heiðursprófessor við Institute of Archeology, en mannfræðideild UCL er og hefur verið um langt árabil leiðandi í heiminum í rannsóknum á efnismenningu.
Mike Rowlands hefur m.a. unnið við rannsóknir á sögu og þróun eftirlendusafna í Vestur-Afríku, Kamerún, Líberíu og Nígeríu og hlutverks menningararfs í Líberíu eftir borgarastríðið. Hann hefur árum saman farið reglulega til Kína, haldið þar fyrirlestra og námskeið, og vinnur nú að rannsókn um söfn þar í landi.
Hann er einnig í samstarfi við mannfræðinga á Taiwan um hvernig lífga megi við þekkingu á menningu frumbyggja þar. Hann er gestaprófessor við háskólann í Höfðaborg þar sem hann kennir um hlutverk menningararfs og safna í Afríku og við háskólann í Gautaborg þar sem hann vinnur við námskeið í menningararfi fyrir framhaldsnema.
Hann hefur lengi verið mjög virkur í rannsóknum á efnismenningu og menningararfi og skrifað fjölda greina og ritstýrt bókum þar um.
Allir áhugasamir velkomnir.