
Hugmyndir um hafið – Sagnfræðistofnun fær heimsókn frá Háskólanum í Hull
Samskipti milli Íslands og Hull má rekja aftur til miðalda og með einum eða öðrum hætti hafa þau hverfst um hafið. Fimmtudaginn 16. janúar verður haldið málþing þar sem sjónum verður beint að birtingarmyndum þessara samskipta í bókmenntum og menningu hvors svæðis fyrir sig. Framsögumenn verða þeir James I. Rogers, James Underwood frá Háskólanum í Hull og Guðni Th. Jóhannesson frá Háskóla Íslands. Að framsögum loknum gefst gott tóm til umræðna. Málþingið hefst kl. 16:30 í stofu 422 í Árnagarði. Allir velkomnir.
Föstudaginn 17. janúar munu svo Caroline Kennedy og Nick Lambert flytja fyrirlestur um stöðu Norðurslóða á tímum hnattvæðingar. Sá fyrirlestur er á haldinn í samvinnu við Rannsóknarsetur um norðurslóðir og hefst kl. 12:00.
Ljósmyndin er af verkinu Voyage eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Verkinu stolið var af stalli sínum í Hull sumarið 2011. Ljósmyn: Paul Glazzard.