Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Er allt leyfilegt í listum? – hádegisspjall um siðferði í listum

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
20. janúar 2017 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 422
Háskóli Íslands

Undanfarin ár hafa mörkin milli veruleika og skáldskapar orðið æ óljósari í listalífi landsmanna. Í framhaldi af því hafa vaknað flóknar spurningar um hvort allt sé í raun leyfilegt eða hvort einhvers konar siðferðileg mörk verði og ætti að draga. Um þetta hefur talsvert verið rætt undanfarin ár en á meðan hrannast upp skáldverk og sannsögur sem erfitt er að nálgast út frá gömlum markalínum milli bókmenntagreina og listforma, milli einkalífs og opinbers lífs, milli laga og „einstaklingsfrelsis“.

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslensku, Guðrún Baldvinsdóttir, bókmenntafræðingur, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði, Hlín Agnarsdóttir, leiklistargagnrýnandi, Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, reifa þessi mál frá ýmsum hliðum í stuttum innleggjum og síðan verður efnt til umræðna. Mástofustjóri verður Torfi Tulinius prófessor.

Spjallið fer fram í stofu 422 í Árnagarði kl. 12–13 föstudaginn 20. janúar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012